Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu vefs
Framúrskarandi fyrirtćki ársins 2014

Mjólkurofnćmi

Mjólkurofnćmi er alls ekki ţađ sama og mjólkuróţol en ţessu er gjarnan ruglađ saman. Fólk međ mjólkuróţol hefur lítiđ sem ekkert af ensíminu laktasa og getur ţví ekki brotiđ niđur mjólkursykurinn (laktósa) en sumir geta ţó neytt einhverra mjólkurafurđa. Ţeir sem eru međ mjólkurofnćmi ţola ekki próteiniđ í mjólkinni (kaseín, casein) og geta ţví ekki neytt neinna mjólkurafurđa. Ţessi tegund ofnćmis kemur einna helst fyrir í börnum og hefur aukist til muna í heiminum á undanförnum árum. Oft er erfitt ađ greina á milli óţols og ofnćmis en ofnćmiđ getur elst af sumum á međan óţoliđ myndast hins vegar oftast međ árunum.

Hvađ gerist í líkamanum?

Fćđa okkar samanstendur úr prótínum, fitu, kolvetnum, vítamínum, steinefnum og vatni. Ţetta er svo allt saman brotiđ niđur og melt í maga og ţörmum. Ţarmarnir líkjast örfínni síu og hleypa ađeins agnarsmáum, meltum efnum ţar í gegn. Ţegar fćđan hefur veriđ melt komast efnin út í blóđrásina og berast ţađan til allra fruma í líkamanum svo hann geti nýtt sér nćringuna og orkuna úr ţeim. Ţarmar ungbarna eru hins vegar ekki fullţroska og geta ţví stundum efni í stćrri einingum sloppiđ í gegnum ţarmaveggina út í blóđrásina, eins og t.d. mjólkurprótín. Líkaminn lítur á ţessi efni sem ađskotahluti og vill eyđa ţeim. Ónćmiskerfiđ fer í gang á sama hátt og ţađ myndi gera í baráttunni gegn bakteríum og vírusum. Ţađ myndar mótefni gegn mjólkurprótíninu og mótefnin festa sig viđ ónćmisfrumurnar. Nćst ţegar líkaminn verđur var viđ prótíniđ festist ţađ viđ mótefniđ, fruman "springur" og ofnćmisvaldandi efniđ í henni (histamín) losnar út í blóđiđ.

Ţekkt er ađ ungbörn geta fengiđ mjólkurprótín sem móđirin hefur neytt međ brjóstamjólkinni og ţannig myndađ snemma ofnćmi gegn mjólkinni. Ţurrmjólkurblöndur eru flestar gerđar úr mjólkurdufti og ef barniđ hefur myndađ ofnćmi gegn mjólk verđur ţess yfirleitt vart viđ ţurrmjólkurgjöf. Einnig hefur veriđ sýnt fram á ađ börn hafi myndađ ofnćmi gegn öđrum fćđutegundum sem berast međ móđurmjólkinni s.s. eggjum, fiski, skelfiski, hnetum, tómötum, sítrusávöxtum, svínakjöti, súkkulađi og kryddum. Ţetta er ţó sjaldgćft og er yfirleitt engin ástćđa til ađ forđast ţessar fćđutegundir.

Einkenni

Líkt og međ mörg önnur ofnćmi eru einkenni mjólkurofnćmis mismunandi eftir einstaklingum. Erfitt er ađ segja nákvćmlega hvernig ţau lýsa sér í hverju einstöku tilfelli eđa hversu lengi ţau standa yfir. Algengustu einkenni mjólkurofnćmis eru hins vegar magakrampar, niđurgangur, uppköst, óţćgindi á hörundi og ţrautir í öndunarfćrum.

Húđ: exem, kláđi, rođi, jafnvel bólga í andliti.

Magi og ţarmar: krampar, hćgđatregđa, uppköst, niđurgangur, blóđ í hćgđum.

Öndunarvegur: langvarandi kvef, bólgur í augum (kláđi, rauđ augu, mikil táramyndun).

Hjá ungbörnum getur mjólkurofnćmi lýst sér í sárum gráti, óróleika, slitnum svefni, slappleika, lystarleysi og hita. 

Greining mjólkurofnćmis

Ţar sem ţessi fyrrnefndu einkenni geta átt viđ ótal marga ađra kvilla er ráđlegt ađ fá stađfestingu á ţví ađ um mjólkurofnćmi sé ađ rćđa. Ţađ er hćgt ađ gera međ ţví ađ sneiđa hjá öllum mjólkurvörum í um 2 vikur og byrja svo aftur ađ neyta ţeirra (hćgt og rólega). Hafi einkennin alveg horfiđ á ţessum tveimur vikum en koma aftur ţegar mjólkurvaranna er neytt má gera ráđ fyrir ađ líkaminn ţoli ekki mjólkina. Gott er ađ byrja á ađ borđa ost (t.d. Gouda) ţar sem enginn laktósi er í honum og ţví hćgt ađ útiloka mjólkuróţol komi einkennin samt sem áđur. Eigi ađ kanna ţetta í sambandi viđ exem eđa önnur húđvandamál gćti ţurft ađ sneyđa hjá mjólkurvörum í 4-8 vikur (á jafnt viđ börn sem fullorđna). Skynsamlegt er ađ gera ţetta í samráđi viđ lćkni, grasalćkni eđa nćringarfrćđing.  Ţar sem erfitt getur reynst ađ greina á milli hvort um sé ađ rćđa
mjólkuróţol eđa -ofnćmi er einnig hćgt ađ taka blóđprufu eđa gera ofnćmispróf á húđinni. Ţá er örlítlu af ofnćmisvaldandi efninu sett inn í húđina og viđbrögđ hennar athuguđ.  

Leiki grunur á ađ ungbarn sem ađeins fćr brjóstamjólk hafi ofnćmi fyrir mjólk, er móđurinni ráđlagt ađ sleppa mjólkurvörum í 3-4 vikur og kanna ţannig hvort grunurinn eigi viđ rök ađ styđjast.

Matarćđi

Eins og bent var á í marshefti Heilsupóstsins um mjólkuróţol, er úrvaliđ stöđugt ađ aukast af vörum sem koma í stađinn fyrir mjólkurafurđir. Ţví er auđvelt ađ neyta fjölbreytts matarćđis án mjólkur.

Engin bćtiefni fyrirbyggja né hjálpa viđ mjólkurofnćmi. Upplýsingar ţessar eru samansafn fróđleiks um náttúrulegar lćkningar. Ţeim er ekki ćtlađ ađ koma í stađ tilmćla eđa ráđgjafar fagfólks í heilbrigđisţjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu ţeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ćttu ađ ráđfćra sig viđ lćkni áđur en ţeir hefja neyslu bćtiefna.

Senda síđu Prenta síđuToppmynd

Nánar um Biotta

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta