Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu vefs
Framúrskarandi fyrirtćki ársins 2014

Mjólkuróţol

Í mjólk eru bćđi prótein og kolvetni. Kolvetnin í mjólkinni eru á formi laktósa (mjólkursykurs) en ţađ er tvísykra sem samanstendur úr glúkósa og galaktósa. Líkaminn getur ađeins nýtt laktósann ţegar búiđ er ađ kljúfa hann upp í ţessar tvćr einingar. Ákveđiđ ensím í líkamanum, laktasi, sér um ţetta fyrsta skref í meltingunni á mjólkursykri. Sumt fólk vantar ţetta ensím eđa hefur of lítiđ af ţví í líkamanum og getur ţá ađeins borđađ takmarkađ magn af mjólkurvörum eđa jafnvel ţurft ađ sneiđa algjörlega hjá ţeim. Er ţá talađ um ađ viđkomandi sé međ mjólkuróţol.

Hvernig myndast mjólkuróţol?

Laktósa er ađ finna í móđurmjólkinni sem og í kúa-, geita-, kinda- og kaplamjólk. Vörur sem framleiddar eru úr mjólk geta ţví innihaldiđ laktósa. Ensímiđ laktasi verđur til í ţörmum og viđ fćđingu hafa ungbörn yfirdrifiđ nóg af ţessu ensími til ađ geta melt móđurmjólkina. Hjá meira en 80% af fólki í heiminum minnkar framleiđslan á laktasa til muna eftir 3ja ára aldur. Ekki er ţví óeđlilegt ađ fólk finni fyrir mjólkuróţoli međ aldrinum ţó ţađ hái ekki öllum. Mismunandi er međal ţjóđa í heiminum hversu algengt mjólkuróţol er. Ţannig skortir nánast alla innfćdda Asíubúa ţetta ensím, um 50% Miđjarđarhafsbúa en mun fćrri í Vestur-Evrópu og Norđur-Ameríku.1

Einkenni

Ţar sem líkaminn getur ekki nýtt ómeltann laktósa, leiđir skortur á laktasa til ýmissa óţćginda, t.d mikillar loftmyndunar, magaverkja og niđurgangs. Ţađ er ţó misjafnt eftir einstaklingum hversu mikinn (eđa lítinn) laktósa ţeir ţola og er alls ekki víst ađ nauđsynlegt sé ađ sleppa öllum mjólkurvörum. Ekki er ráđlegt ađ gefa börnum yngri en 6 mánađa kúamjólk og telja margir ađ best sé ađ bíđa til eins árs aldurs. Ţetta tengist ţó líklega meira ótta fyrir hugsanlegu mjólkurofnćmi en mjólkuróţoli.

Orsakir

Mjólkuróţol er yfirleitt arfgengt en sýking í ţörmum, ţarmabólgur eđa ađgerđ á ţörmunum geta líka truflađ framleiđslu á laktasa. Sú truflun er ţó oftast tímabundin og ćtti laktasaframleiđslan ađ komast í réttar skorđur ţegar ţarmarnir eru búnir ađ jafna sig. Einnig getur niđurgangur, hvort sem er hjá fullorđnum eđa börnum, raskađ framleiđslu ensímsins og myndađ tímabundiđ mjólkuróţol. Ţađ hverfur yfirleitt ţegar meltingarkerfiđ er komiđ í samt lag aftur.

Stađfesting

Ţar sem óţćgindin sem fylgja ţví ađ vera međ mjólkuróţol líkjast einnig óţćgindum margra annarra kvilla er ráđlegt ađ fá stađfestingu á ţví hvort um mjólkuróţol sé ađ rćđa. Ţađ má t.d. gera međ ţví ađ sneiđa hjá öllum mjólkurvörum í 2 vikur og byrja svo aftur ađ neyta ţeirra. Best er ţá ađ byrja á ţví ađ fá sér brauđost (t.d. Gouda) ţví ţađ er ekki laktósi í venjulegum, hörđum ostum. Hafi einkennin horfiđ á ţessum tveimur vikum og koma ekki aftur ţegar ostsins er neytt eru líkur á ađ viđkomandi sé međ mjólkuróţol. Ţetta stađfestist enn frekar ef einkennin koma aftur ţegar mjólkur er neytt á ný. Komi óţćgindin hins vegar aftur ţegar ađeins ostsins er neytt, er líklegt ađ viđkomandi sé međ mjólkurofnćmi en ţá ţolir líkaminn ekki próteinin í mjólkinni.

Til ađ fá nánari stađfestingu á ţví hvort um sé ađ rćđa mjólkuróţol eđa mjólkurofnćmi er hćgt ađ fara í svokallađ vetnispróf ţar sem vetnismagniđ í útönduninni er mćlt. Ţađ er gert rétt fyrir og svo u.ţ.b. ţremur tímum eftir neyslu á vissu magni af laktósa. Aukist vetnismagniđ í útönduninni á ţessum tíma meltist laktósinn ekki sem skyldi. Bakteríurnar í ţörmunum gerja ómeltann laktósann og viđ ţađ myndast m.a. vetnisgas. Ţađ berst svo út í blóđiđ í gegnum meltingarveginn og á endanum í lungun ţar sem ţví er andađ út. Ţetta próf er hins vegar ekki nógu nákvćmt fyrir börn innan eins árs og leiki grunur á ađ barniđ sé međ mjólkuróţol er betra ađ prófa sig áfram međ matarćđiđ.

Matarćđi

Laktósa er eins og fyrr segir ađ finna í nánast öllu sem gert er úr mjólk en ţó eru undantekningar ţar á. Harđir ostar (eins og t.d. Gouda) innihalda engan laktósa og geta ţví einstaklingar međ mjólkuróţol borđađ ţessa gerđ osta. Bakteríurnar sem hleypa ostinn nota laktósann viđ ţađ ferli og brjóta hann upp í glúkósa og galaktósa og ţ.a.l. getur líkaminn melt ostinn. Ţetta á einnig viđ léttost og camembert en ekki ađrar gerđir smurosta né mygluosta. Laktósi er oft notađur í sćlgćti, vítamín og lyf sem fylliefni og kemur sjaldan fram á
umbúđum hversu mikiđ ţađ er. En eins og áđur segir geta sumir neytt einhvers laktósa án vandrćđa og verđur fólk ţví ađ reyna ađ finna sér sitt eigiđ hámark. 

Úrvaliđ af vörum sem koma í stađinn fyrir mjólk hefur aukist til muna á síđustu árum og ţurfa ţeir sem eru međ mjólkuróţol ţví ekki ađ örvćnta. Sojadrykkir hafa fengist í allmörg ár hér á landi og er hćgt ađ nota ţá á sama hátt og mjólk. Ţeir fást ýmist međ eđa án sćtuefna og kalks en ef allar mjólkurvörur eru teknar úr fćđunni og lítiđ af sojavörum neytt í stađinn gćti reynst nauđsynlegt ađ bćta sér upp kalkmissinn međ bćtiefnum. Hćgt er ađ nota sojamjólk í bakstur en athugiđ ađ ef hana á ađ nota út í heita drykki ţarf ađ hella henni fyrst í glösin og svo heita vökvanum. Nánast engar vörur í Heilsuhúsinu innihalda mjólk eđa mjólkurduft en fólki er ađ sjálfsögđu ráđlagt ađ ganga úr skugga um ţađ (eđa biđja starfsfólkiđ um ađstođ viđ ţađ) ţegar
veriđ er ađ versla.

Bćtiefni

Hćgt er ađ fá ensímiđ laktasa (á ensku oft kallađ Milk Digestant) í töfluformi og ţađ hjálpar til viđ ađ brjóta niđur visst magn af laktósa. Ţađ getur komiđ sér vel ef ekki er hćgt ađ sneiđa hjá mjólkursykri t.d. viđ notkun lyfja og ţegar fariđ er í veislur eđa matarbođ ţar sem ekki er auđvelt ađ forđast mjólkurvörur. 

Heimildir:

1. Gudmand-Hoyer E. The clinical significance of disaccharide maldigestion. Am J Clin Nutr 1994;59(3):735S-41S.

2. Matarćđi fyrir mjólkuróţol. Bćklingur gefinn út af Nćringarfrćđifélagi Hollands, Den Haag.

Upplýsingar ţessar eru samansafn fróđleiks um náttúrulegar lćkningar. Ţeim er ekki ćtlađ ađ koma í stađ tilmćla eđa ráđgjafar fagfólks í heilbrigđisţjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu ţeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ćttu ađ ráđfćra sig viđ lćkni áđur en ţeir hefja neyslu bćtiefna.

Senda síđu Prenta síđuToppmynd

Nánar um Eco Bath Epsom

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta