Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu vefs
Framúrskarandi fyrirtćki ársins 2014

Sinadráttur

Sinadráttur er vöđvakrampi í fótum sem á sér yfirleitt stađ í kálfavöđvum en getur einnig átt sér stađ í lćrum og iljum. Ţetta gerist ekki ósjaldan ađ nóttu til og getur komiđ fyrir hjá fólki á öllum aldri ţó svo eldra fólk finni gjarnan meira fyrir ţessum kvilla.

Orsakir sinadráttar eru yfirleitt skortur á magnesíum eđa ójafnvćgi á kalki og magnesíum í líkamanum og/eđa skortur á E-vítamíni. Blóđleysi, reykingar, hreyfingarleysi, vefjagigt, liđagigt og jafnvel kransćđastífla geta einnig stuđlađ ađ sinadrćtti. Ţá getur ofţornun, sólstingur, ofvirkur skjaldkirtill eđa ćđahnútar komiđ af stađ sinadrćtti. Notkun á lyfjum gegn of háum blóđţrýstingi eđa hjartasjúkdómum (sem hafa oft ţvagdrífandi áhrif) getur leitt til ójafnvćgis í söltum í líkamanum sem síđan getur valdiđ vöđvakrampa. Lélegt blóđstreymi er einnig sterkur ţáttur í vöđvaóţćgindum og getur stuđlađ ađ sinadrćtti.

Hvađ er til ráđa?

Mikilvćgast er ađ hreyfa vöđvana reglulega og getur lítil hreyfing oft veriđ nóg!! Gott er ađ nudda vöđvana međ hreinni, grćnni ólífuolíu (jómfrúar) eđa línolíu eftir áreynslu. Einnig eru til sérstakar vöđvaolíur međ hitagefandi kjarnaolíum sem örva blóđstreymi.

Borđiđ magnesíumríkar fćđutegundir eins og flestar algengar hnetutegundir, möndlur, avókadó, ţurrkađar apríkósur, maís og maísmjöl, hveiti, rúgur, bókhveiti, hveitikím, hveitiklíđ, linsur, sojabaunir og afurđir úr ţeim, mólassi, hafragrjón, sesamfrć og síđast en ekki síst söl. Einnig alfalfa, ölger og mikiđ af grćnu grćnmeti og salati (káli). Alfalfa, ölger og ţari eru til á bćtiefnaformi.

Drekkiđ vatn reglulega til ađ hreinsa burt eiturefni sem vilja safnast fyrir í vöđvunum. Gott er ađ drekka vatnsglas á um 3ja tíma fresti. Ef veriđ ađ taka lyf viđ of háum blóđţrýstingi eđa hjartasjúkdómum er nauđsynlegt ađ taka inn kalíum. Ţar sem ţessi lyf eru mjög ţvagdrífandi tapast kalíum auđveldlega úr líkamanum og getur valdiđ ójafnvćgi á steinefnabirgđum hans.

Komi sinadrátturinn oftar fyrir á nóttunni er gott ađ fara í heitt bađ fyrir svefninn og ţá gjarnan međ annađ hvort olíu eđa bađsalti út í. Komi sinadrátturinn frekar fyrir á daginn og ţá jafnvel á međan hreyfingu stendur er vert ađ fara til lćknis ţar sem ţetta getur veriđ merki um lélegt blóđstreymi og jafnvel hjartasjúkdóma.

Bćtiefni

Kalk og magnesíum eru mikilvćgustu steinefnin fyrir fólk sem fćr sinadrćtti. Mikilvćgt er ađ taka ţau í réttum hlutföllum, ţ.e.a.s. helmingi meira af kalki en magnesíum (2:1). Mćlt er međ 1500 mg af kalki og 750 mg af magnesíum á dag.

E-vítamín er mikilvćgt fyrir ćđakerfiđ og getur hjálpađ lélegu blóđstreymi. Ţađ hentar sérstaklega ţeim sem eru međ ćđahnúta.

Kalíum er nauđsynlegt til ađ viđhalda réttu jafnvćgi á efnaskiptum steinefna í líkamanum. Mćlt er međ 100 mg á dag.

C-vítamín hefur lengi veriđ ţekkt fyrir virkni sína fyrir ónćmiskerfiđ en ţađ hjálpar einnig blóđstreyminu og mćlt er međ 1-2000 mg á dag 1-2 vikur á međan unniđ er gegn sinadrćttinum.

D-vítamín er nauđsynlegt fyrir líkamann til ađ geta nýtt kalk ađ fullu. Mćlt er međ 400 ae (alţjóđaeiningar) á dag. Lýsi er góđur kostur sem D-vítamín gjafi.

Jurtir sem hjálpa

Til eru ýmsar góđar jurtir fyrir blóđstreymiđ. Ţar á međal eru: alfalfa, dong quai og alveg sérstaklega ginkgo biloba. Einnig getur sumum reynst vel ađ drekka róandi te fyrir svefninn sem yfirleitt inniheldur kamillu og ađrar slakandi jurtir.

Upplýsingar ţessar eru samansafn fróđleiks um náttúrulegar lćkningar. Ţeim er ekki ćtlađ ađ koma í stađ tilmćla eđa ráđgjafar fagfólks í heilbrigđisţjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu ţeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ćttu ađ ráđfćra sig viđ lćkni áđur en ţeir hefja neyslu bćtiefna.

Senda síđu Prenta síđuToppmynd

Nánar um Biotta

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta